Adam Switala er tónlistarmaður, tónskáld, fyrirlesari og kennari. Hann er jafnframt  doktorsnemi og aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands, meðlimur í Advocacy Standing Committee og Music In Schools and Teacher Education Commission (MISTEC) of the International Society for Music Education (ISME). 2018-2020 Meðlimur í ritstjórn ISME/Routledge bókaseríunnar „Specialist Themes in Music Education”. 2017-2020 Stjórnarmeðlimur í Polish Music Council. 2017-2018 formaður Félags um tónlistarmenntun í Póllandi. Á ferli sínum hefur hann unnið með fjölda leikstjóra, leikara, dansara og gjörningalistamanna. Hann hefur unnið með meira en 30 leikhúsum, kennslu- og listastofnunum í nokkrum Evrópulöndum auk Bandaríkjanna, þ.m.t. „Zachęta" Pólska þjóðlistasafninu í Varsjá, HAU Hebbel am Ufer í Berlín, MUCEM í Marseille auk margra annarra. Árið 2016 var Adam meðhöfundur innsetningarinnar „Múr sem sameinar” („A Wall that Unites”), sem var hluti af framlagi Póllands til Feneyjartvíæringsins. Hann er þjálfaður leiðbeinandi Lifemusic aðferðarinnar (Lifemusic CIC, UK). Sem gítarleikari hefur hann flutt klassíska tónlist, jazz og þjóðlagatónlist í fjölda tónleikasala og tónlistarhátíða víðsvegar um heim.


Membership and Service (selected):
Together in the UK, London, UK; Advocacy Standing Committee Member, ISME International Society for Music Education, Malvern, AU; National music teachers competition jury member, National Fryderyk Chopin Institute: Warsaw, PL; Member of the Editorial Board "Specialist Themes in Music Education", ISME/Routledge; Member of the Board, Polish Music Council, Warsaw, PL; President, Polish Association for Music Education: Warsaw, PL; Member of the Board, Generator Foundation: Warsaw, PL; Stiftung Genschagen, DE; Fundacja "Muzyka jest dla wszystkich", Warsaw, PL; BNP Paribas Foundation, Warsaw, PL; Fundacja Inna Przestrzeń, Warsaw, PL; JM Poland, Warsaw, PL
Back to Top